Eimskip hagnaðist um 5,5 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 800 milljóna króna, á öðrum ársfjórðungi og jókst hagnaður félagsins um fimmtung frá sama tíma í fyrra.

Fyrirtækið endurskoðaði áætlaða EBITDA ársins og er hún nú á bilinu 41 til 45 milljónir evra í stað þess að vera á bilinu 39 til 43 milljónir evra eins og kynnt var í febrúarmánuði. „Rekstrartekjur og EBITDA á öðrum ársfjórðungi 2015 eru þær hæstu á einum ársfjórðungi frá endurskipulagningu félagsins árið 2009,“ sagði Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, við kynningu uppgjörsins.

Talsvert yfir væntingum

„Uppgjör Eimskip fyrir annan ársfjórðung var talsvert fyrir ofan okkar væntingar og uppgjörið verður að teljast varnarsigur fyrirfélagið og stjórnendur þess. Nokkur uppgjör höfðu komið frá félaginu sem voru í þyngri kantinum,“ segir Kristján Markús Bragason hjá Greiningu Íslandsbanka.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .