*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Innlent 27. mars 2019 09:40

Varnarsigur vaxi hagkerfið í ár

Greiningardeild Arion banka spáir því að landsframleiðsla dragist saman um nærri 1% til 2% hvort sem Wow air lifi af eða ekki.

Ritstjórn
Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka.
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt nýrri hagspá Arion banka verður samdráttur landsframleiðslu hvort sem Wow air lifi af sína rekstrarerfiðleika eða ekki. Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, sagði að það yrði varnarsigur fyrir íslenskt hagkerfi ef það yrði hagvöxtur á þessu ári. Í hagspánni voru kynntar sviðsmyndir eftir því hvort Wow lifi af sína rekstrarerfiðleika.

Lifi Wow air af verði samdráttur landsframleiðslu engu síður tæplega 1% en stöðvist rekstur Wow air er gert ráð fyrir að samdráttur landsframleiðslu verði nær 2% á þessu ári. Þetta yrði í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem landsframleiðsla dregst saman, gangi spáin eftir.

Hagspáin gerir ráð fyrir 9% til 16% fækkun ferðamanna í ár eftir því hvort Wow air haldi áfram í rekstri eða ekki sem kemur til viðbótar við loðnubrest. Loðnuútflutningur skilað 18 milljörðum króna á síðasta ári, sem jafngilti tekjum af ríflega 120 þúsund erlendra ferðamanna.

Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, benti á að ýmsir óvissuþættir væru nú á lofti. Hver sem þróun yrði þá myndi áhrifin meðal annars velta á viðbrögðum Seðlabankans, lífeyrissjóða, erlendra fjárfesta, kjarasamningum og hvernig þeir 20 þúsund innflytjendur sem bæst hefðu á íslenskan vinnumarkað á síðustu árum myndu bregðast við þróuninni.

Stikkorð: Arion banki Wow air Hagspá