Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, hefur tilkynnt að hann ætli sér að stofna nýjan vinstrisinnaðann stjórnmálaflokk innan Evrópu. Flokkurinn mun bera heitið  The Democracy in Europe Movement 2025. Stofnun flokksins mun fara formlega fram í athöfn í Berlín þann 9. febrúar nk.

Varoufakis segir að flokknum sé ætlað að draga úr sundrung í Evrópu. Hann ætla að bjóða upp á þriðja valkostinn sem yrði á milli einangraðra þjóðríkja og ólýðræðilegs stofnanakerfi núverandi Evrópusambands.

Varoufakis sagði af sér sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Syriza ríkisstjórninni í Grikklandi í júlí sl. og sagði af sér sem þingmaður í september.