Hluthafar í Highland Group, sem á breka vöruhúsið House of Fraser, hafa gert varúðarætlanir um stjórnendakaup (MBO) verði hlutir Baugs eða gamla Glitnis í félaginu seldir, að því er segir í frétt Retail Week.

Þar er Don McCharthy, stjórnarformaður vöruhússins, sérstaklega nefndur á nafn.

Highland Group keypti House of Fraser í nóvember 2006. Eigendur eru Don McCarthy, Baugur, gamli Glitnir, Sir Tom Hunter, Kevin Stanford, Stefan Cassar og HBOS, segir í fréttinni.

House of Fraser jók söluna um 2,7% á fyrstu 39 vikum ársins til 25. október. Aukninguna má rekja til opnun nýrra vöruhúsa í Belfast í Írlandi ásamt High Wycombe og Bristol í Englandi, segir í frétt Retail Week.