Ettore Gotti Tedeschi, bankastjóri Vatíkansbankans í Rómarborg (í. Istituto per le Opere di Religione), er nú til rannsóknar vegna meintra brota um peningaþvætti.

Samkvæmt heimildum BBC fréttastofunnar innan lögreglunnar hefur saksóknari á Ítalíu til rannsóknar háar mililfærslur milli bankans og smærri fjármálastofnanna. Rannsóknin hófst þegar tilkynnt var um millifærslur til skattalögreglunnar í Róm.

Í tilkynningu frá Vatíkaninu kemur fram að kirkjan er hissa á fregnunum og lýsi yfir fullum stuðningi á Tedeschi bankastjóra.