Í dag er til tækni sem á að geta skilað verulega aukinni nýtingu á eldsneyti bifreiða með litlum tilkostnaði og á tiltölulega einfaldan hátt. Tæknin felst í því að nota blöndu súrefnis og vetnis (Oxyhydrogen HHO) sem unnið er með einföldum rafgreinibúnaði jafnóðum í ökutækinu á keyrslu. Þarf því enga geymslutanka fyrir gasið heldur er öll orkan sem þarf til að auka verulega nýtingu jarðefnaeldsneytisins sögð bundin í sáralitlu magni af vatni og orku frá rafgeymi bílsins.

Áhrifaríkust á útkoman að vera í dísilvélum. Sumar fullyrðingar af þessum toga eru þó tortryggðar af vísindamönnum þar sem þær virðast oft stangast á við viðtekin vísindarök. Enda segja fræðin að orkan sem þarf til að framleiða HHO sé alltaf meiri en fæst við brunann á eftir. Við notkun á HHO í bílvélum til að spara eldsneyti er hins vegar alls ekki verið að nota vetni sem unnið er úr vatni í stað jarðefnaeldsneytis eins og skilja mætti af mörgum umsögnum, heldur er einungis notað sáralítið magn vetnis sem leitt er inn í brunahólf vélanna til að breyta eðli brunans sem fram fer í vélinni.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .