Þinglýsingarstjóri sýslumannsembættisins í Kópavogi neitar að breyta eigendaskráningu að fasteigninni Vatnsenda í Kópavogi. Þorsteinn Hjaltested er enn skráður þinglýstur eigandi jarðarinnar, þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu í maí síðastliðnum að beinn eignarréttur að jörðinni tilheyri dánarbúi Sigurðar Hjaltested, afa Þorsteins.

Að mati þinglýsingarstjóra gefur núverandi skráning í þinglýsingarbók og á veðbókarvottorði ekki neitt annað til kynna en að beinn eignarréttur að jörðinni tilheyri dánarbúi Sigurðar. Því var ósk Jóns Auðuns Jónssonar hrl., skiptastjóra dánarbúsins, hafnað. Sá hluti erfingja Sigurðar sem vann Hæstaréttarmálið gegn Þorsteini, systkinum hans og móður undu ekki ákvörðun þinglýsingarstjórans og fóru með hana fyrir héraðsdóm Reykjaness. Málið var tekið fyrir á miðvikudag.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.