Meirihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs klofnaði á þriðjudag þegar afgreiða átti nýtt aðalskipulag í bænum í Vatnendalandinu, að því er fram kemur í Fréttablaðinu. Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu lagði til að auglýsingu aðalskipulags yrði frestað þar til lögfræðiálit lægi fyrir um hvort umræddar breytingar hefðu áhrif á stöðu bæjarins gagnvart fyrri samningum og framtíðarefndum.

Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sögðu „óverjandi“ að fella út deiliskipulag í Stapaþingi og Trönuþingi eins og stefnt er að en þeir telja að það muni rýra verðmæti lands sem bærinn hefur tekið eignarnámi til að nýta sem byggingarland.