Vatnslindir átöppunarfyrirtækisins Icelandic Water Holdings í landi Hlíðarenda við Þorlákshöfn eru metnar á 135 milljónir dala í ársreikningi félagsins fyrir árið 2011. Þetta gera 17,3 milljarða íslenskra króna. Verðmatið er byggt á endurmati sérfræðinga á virði lindanna um mitt ár 2011. Icelandic Water Holdings tappar vatni á flöskur og selur að mestu leyti á erlendum mörkuðum undir merkjum Icelandic Glacial. Heildareignir félagsins voru undir lok árs 2011 metnar á 149 milljónir dala.

Jón Ólafsson, sem löngum hefur verið kenndur við Skífuna, á tæpan 20% hlut í átöppunarfyrirtækinu með syni sínum, bandaríska drykkjavörurisanum Anheuser Busch og fleirum.

Fjallað er um ársreikninginn í DV í dag.