*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 15. október 2014 07:35

Vatnsminni sturtur og kraftminni ryksugur

Frumvarp liggur fyrir Alþingi um innleiðingu nýrra tilskipana Evrópusambandsins um visthönnun.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Á Alþingi er fyrirhugað að innleiða nýjar tilskipanir Evrópusambandsins um visthönnun og hefur frumvarp verið lagt fram um málið. Tilskipanirnar fela meðal annars í sér að sturtuhausar landsmanna verði vatnsminni og ryksugur kraftminni. Morgunblaðið greinir frá málinu.

„Við erum að gera stórkostleg mistök með því að undanskilja okkur ekki frá þessum kafla EES-samningsins. Þau mistök verða dýrkeyptari eftir því sem frá líður,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, í samtali við Morgunblaðið. „Mér finnst ástæða til að staldra við og að þingmenn íhugi þessi mál betur.“