Frumkvöðlasetur Austurlands á í viðræðum við þýska fjárfesta um útflutning á fersku vatni frá Hornafirði.

Í viðtali við svæðisútvarp Austurlands kom fram að Ari Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Frumkvöðlasetursins, leggur áherslu á að málið sé á frumstigi. Hann sagði þýska fyrirtækið hafa átt frumkvæðið að þessum viðræðum en Þjóðverjarnir sjái mikla möguleika í markaðssetningu á vatni úr nágrenni Vatnajökuls, stærsta jökuls í Evrópu.