Að fjárfestar hópi sig saman til þess að yfirtaka félög gæti orðið mun algengara er fyrirtækin reyna að draga úr áhættu sinni við yfirtökuna. Lausafjárþurrð á fjármálamörkuðum hefur dregið úr fjölda hugsanlegra fyrirtækjakaupenda, að því er fram kemur í frétt Dow Jones fréttaveitunnar.

Tilboð Calsberg og Heineken í Scottish & Newcastle, sem stjórn félagsins hefur mælt með, og hljóðar upp á 7,8 milljarða punda, sýnir hve árangursríkt það er þegar fjárfestar leggja krafta sína saman, segir í fréttinni.

Vaxandi fjöldi fyrirtækja sameinast um yfirtökur á félögum, í kjölfar lausafjárþurrðarinnar, og skipta svo rekstrareiningunum með sér. Í fréttinni er bent á að við það verða samningaviðræður töluvert flóknari, enda fleiri við samningaborðið, sem og tímafrekari - og frekari líkur eru á að vandamál rísi.

Landsbankinn [ LAIS ] reyndi í samstarfi við Cenkos Securities, sem farið hefur frá samningaborðinu, að yfirtaka Close Brothers. Ætlaði Landsbankinn að taka yfir bankastarfssemi Close Brothers. Landsbankinn hefur ekki útilokað að finna annan samstarfsaðila í yfirtökuna.