Flökt í gengi krónunnar hefur dregist töluvert saman frá því á fyrri hluta ársins þegar skýrsluflóðið svonefnda gekk yfir og gengi krónunnar féll með miklum látum og veltu á gjaldeyrismarkaði, segir greiningardeild Glitnis.

?Meiri ró hefur færst yfir markaðinn og flökt hefur minnkað þótt það sé enn meira en í upphafi ársins. Velta á millibankamarkaði hefur einnig minnkað í samanburði við þegar mest gekk á fyrr árinu.

Vaxandi flökt hefur hins vegar verið í gengi krónunnar síðustu daga. Gefur það til kynna að menn séu enn varir um sig og aðstæður geti breyst mjög hratt án fyrirvara og jafnvel án góðrar skýringar," segir greiningardeildin.


Mynd fengin frá greiningardeild Glitnis