Hagnaður Amazon fór fram úr væntingum á síðasta ársfjórðungi og voru tekjur fyrirtækisins 130 milljónir dollara. Verð hlutabréfa í fyrirtækinu jókst um 15% eftir að greint frá stöðunni.

Fyrirtækið hefur undanfarið kynnt nýjar vörur til sögunnar, svo sem tölvubókina Kindle Fire, sem meðal annars keppir við iPad spjaldtölvurnar.

Fjárfestar óttuðust að vörurnar nýju kynnu að draga úr hagnaði en svo reyndist ekki. Tekjur fyrirtækisins jukust um 34% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC er haft eftir stjórnendum fyrirtækisins hagnaðinn megi þakka vaxandi sölu, meðal annars á stafrænum búnaði sem hægt er að nota með Kindle.

Kindle Fire
Kindle Fire