Íbúðalán sem gjaldféllu í Bandaríkjunum í júlí voru 55% fleiri en í sama mánuði í fyrra.

Heimilum sem fengið hafa viðvörun, tilkynningu um að eignin sé á leið á uppboð eða hafa farið undir hamarinn fjölgaði um 8% milli mánaða og voru 272.171 talsins í júlí.

Það þýðir að eitt af hverjum 464 heimilum í Bandaríkjunum er í þeirri stöðu.

Bankar gengu að veði íbúðaláns í 184% fleiri tilvikum í júlí en á sama tíma árið áður.

Þetta kemur fram í frétt Reuters.