Fjárfestingabankinn HSBC segir í stuttri greiningu um uppgjör Kauþings banka að góðar vaxta- og þóknunartekjur vegi upp á móti gengistapi bankans á öðrum ársfjórðungi.

Í uppgjöri Kaupþings banka kemur fram að gengishagnaður bankans á fyrri helmingi ársins nam 10.898 milljónum króna og hefur þá dregist saman um 7.651 milljónir frá því á sama tímabili árið 2005. Á öðrum ársfjórðungi í ár varð gengistap sem nemur 2.606 milljónum samanborið við 11.773 milljóna gengishagnað á sama tímabili 2005.

Greiningardeild bandaríska fjárfestingarbankans Merrill Lynch sendi frá sér fremur neikvæða nótu í gær, þar sem einblínt var á gengistapið. Sérfræðingar segja að nótan hafi leitt til þess að gengi hlutabréfa bankans lækkuði um 1,5% í gær, þrátt fyrir að vera yfir væntingum innlendra greiningaraðila