Vaxtaálag á skuldabréf bankanna hefur lækkað um 30-40 punkta á síðustu viðskiptadögum, segir greiningardeild Glitnis.

Jákvæð skýrsla Morgan Stanley hrundi af stað lækkuninni, en hún kom út á mánudaginn.

Þar segir að þrátt fyrir að töluverð áhætta væri fólgin í rekstri íslensku bankanna, væri sú áhætta alltof hátt verðlögð miðað við það vaxtaálag sem var í boði á markaðinum.

Enn fremur hafði velheppnað sambankalán Kaupþings banka jákvæð áhrif á markaðinn.