Nýleg endurfjármögnun Össurar annars vegar og Marels hins vegar og lækkun á vaxtaberandi skuldum félaganna hafa skilað sér í stórlækkuðum vaxtakostnaði á árinu, einkum á öðrum ársfjórðungi.

Vaxtagreiðslur af lánum námu 8,6 milljónum evra hjá Marel á fyrri hluta ársins 2011 sem var tæplega 44% samdráttur frá sama tímabili árið áður. Sömu sögu er að segja af Össuri. Þar námu vaxtagreiðslur 5,6 milljónum dollara samanborið við 7,5 milljónum dollara á fyrri hluta ársins 2010. Það gerir ríflega fjórðungssamdrátt af því er fram kemur í greiningarefni IFS.