Ríkið greiddi eigendum ríkisskuldabréfs, RB10, 8,2 milljarða króna í vexti í dag. Stærð skuldabréfaflokksins er 60 milljarðar króna og þar af eru um 50 milljarðar króna í eigu útlendinga.

Því má ætla að einhver hluti af vaxtagreiðslunni hafi leitað út fyrir landsteinana eins og heimilt er samkvæmt gjaldeyrisreglum Seðlabanka Íslands.

Krónan veiktist um 0,5% í dag og má rekja hluta af veikingunni til þessa. Gengisvísitalan stendur í 136,5 stigum. Bandaríkjadalur kostar nú tæpar 126 krónur, evran 184 krónur og sterlingspundið um 204 krónur.

Ríkisskuldabréfið er á gjalddaga í desember á næsta ári, þegar það er greitt upp. Vextir á bréfinu eru 13,75%.