Vaxtagreiðslur og verðbætur ríkissjóðs vegna lána, sem tekin voru til endurreisnar á fjármálakerfinu frá hruni í október 2008 til dagsins í dag, nema alls um 153 milljörðum kr. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um vaxtagjöld ríkisins vegna lána til bjargar fjármálakerfinu.

Þar kemur fram að alls nema útgefin skuldabréf vegna endurreisnar fjármálastofnana um 209 milljörðum króna. Ríkissjóður hefur greitt samtals 72,8 milljarða kr. í vexti af nefndum skuldabréfum frá stofndegi þeirra í október 2008 og til nóvember 2014 vegna viðskiptabankanna.