Vaxtagjöld ríkissjóðs jukust um 17,8 milljarða króna fyrstu sjö mánuði ársins samanborið við sama tíma í fyrra. Þetta er mesta breyting á einstökum fjárlagalið ríkissjóðs. Hins vegar kemur fram í greiðsluafkomu ríkissjóðs að greiðslurnar voru lægri en áætlanir gerður ráð fyrir.

Gjöld ríkissjóðs janúar-ágúst 2008-2010

Vaxtagreiðslur

  • 2008:  12,3 milljarðar kr.
  • 2009:  34,5 milljarðr kr.
  • 2010:  52,3 milljarðar kr.

Lántökur ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins  námu 268 milljörðum kr. Innlendar lántökur námu 137 milljörðum þar sem seld voru óverðtryggð ríkisbréf fyrir 110 milljarða kr. og verðtryggð ríkisbréf fyrir 35 milljarða kr. Stofn ríkisvíxla lækkaði um 8,2 milljarða. Erlendar lántökur námu 130,8 milljarða .kr. þar sem um 75,4 milljarðar kr. voru frá samstarfsþjóðum sem hluti af áætlun stjórnvalda, í samstarfi við AGS, um að koma á jafnvægi í efnahagsmálum. Einnig gaf ríkisjóður út skuldabréf í evrum, að jafnvirði um 64 milljörðum kr., í tengslum við áðurnefnd kaup ríkissjóðs á skuldabréfum Avens B.V. af seðlabanka Evrópu í Lúxemborg.