Vaxtagreiðslur eignarhaldsfélags Alcoa Íslandi ehf. ríflega þrefölduðust milli ára, eiganda álversins á Reyðarfirði, og hækkuðu úr 2,2 milljörðum í 7,1 milljarð króna, sem varð til þess að félagið skilaði 6,2 milljarða tapi á síðasta ári.

Vaxtagreiðslurnar eru tilkomnar vegna láns Alcoa á Íslandi frá félaginu Alcoa Global Treasury Service í Lúxemborg. Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir að vextir séu ákvarðaðir af þriðja aðila, Deutsche Bank, og hafi verið mjög lágir árið 2015 þar sem meðalvextir samstæðunnar hér á landi hafi verið 1,19%.

Skipting erlenda móðurfélagsins Alcoa Inc. í tvö félög á síðasta ári hefur haft í för með sér að vextir hafi hækkað. Alcoa á Íslandi heyrir undir Alcoa Corporation sem heldur utan um eignarhluti í vinnslu á hrávöru en Arconic Inc. einbeitir sér að framleiðslu véla, tækja og ýmissa verkfræðilausna. Því hafi meðalvextir samstæð­unnar hér á landi orðið 3,79% árið 2016 að sögn Magnúsar.

„Ég vona að fjármagnskostnaður eigi eftir að lækka eftir því sem Alcoa Corporation festir sig betur í sessi,“ segir Magnús.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .