„Eftir því sem efnahagsbatanum vindur síðan áfram og þessi slaki sem hefur verið í þjóðarbúskapnum heldur áfram, þá þurfum við að draga þennan slaka inn,“ sagði Már Guðmundsson á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans. Erfitt er að skilja seðlabankastjóra öðruvísi en svo að Seðlabankinn muni þurfa að hækka stýrivexti ef ríkið fer ekki að gæta frekara aðhalds í fjármálum sínum þar sem það stuðlar að verðbólgu.

Í Peningamálum, riti Seðlabankans er þetta enn frekar útskýrt. Þar kemur fram að þó svo að innlend eftirspurn verði eitthvað sterkari vegna slaka í ríkisfjármálum er hætt við að aukinn halli þrýsti upp innlent vaxtastig og ryðji burt fjárfestingum
einkaaðila. Fjármögnunarkostnaður ríkisins yrði jafnframt meiri, þrýstingur á krónuna gæti aukist og þar með væri hætta á meiriverðbólgu.

Slíkt myndi þá kalla á frekara peningalegt aðhald, eða stýrivaxtahækkun. Þar með gæti efnahagsbatinn orðið hægari en spáð hefur verið. Það myndi því draga úr tekjum ríkissjóðs og grafa undan viðleitni stjórnvalda til að ná tökum á skuldavandanum ef slakað er á í aðhaldi á fjármálum hins opinbera.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.