Sænski seðlabankinn hækkaði í morgun stýrivexti sína um 0,25 prósentustig og eru þeir nú orðnir 1,75%. Hækkunin kom ekki á óvart og jafnvel voru þeir til sem spáðu 0,5 prósentustiga hækkun. Þetta er sjötta stýrivaxtahækkun bankans í röð.

Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að mikill hagvöxtur, sem drifinn er áfram af vaxandi útflutningi og einkaneyslu séu ástæður hækkunarinnar.