Tveggja fundur peningastefnunefndar bandaríska Seðlabankans stendur nú yfir og lýkur honum í eftirmiðdaginn. Eftir fundinn verður niðurstaða nefndarinnar kynnt og Janet Yellen, Seðlabankastjóri, heldur fjölmiðlafund. Reuters greinir frá.

Markaðir búast við því að stýrivextir verði hækkaðir. Talið er líklegt að þeir hækki upp í 0,5 til 0,75 prósent, úr nýverandi vöxtum sem eru á bilinu 0,25 til 0,5 prósent.

Seðlabankinn leggur einnig mat á það hvort að efnahagslegar horfur hafi breyst í Bandaríkjunum eftir kjör Donalds Trump í stól forseta.