Vaxtahækkun Seðlabankans, staða og horfur verður til umræðu í Viðskiptaþættinum á Útvarpi Sögu í dag. Þá mætir Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri í þáttinn og útskýrir vaxtaákvörðun bankans. Einnig verður rætt um vinsældir sjónvarpsstöðvanna samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Gallups en þeir Páll Magnússon framkvæmdastjóri dagskrársviðs Íslenska útvarpsfélagsins og Þorsteinn Þorsteinsson forstöðumaður markaðssviðs RÚV ræðast við um þessi mál undir stjórn Ólafs Teits Guðnasonar blaðamanns.

Í lok þáttarins verður fjallað um fríverslunarsamningar, ónýtt viðskiptatækifæri og þjónustu viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofunnar, mætir í þáttinn.

Viðskiptaþátturinn er síðan endursýndur kl. eitt eftir miðnætti.