Stýrivaxtahækkun seðlabankans í morgun var að öllum líkindum  runnin undan rifjum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) að mati Bjarke Roed-Frederiksen, hagfræðings hjá Nordea.

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir Frederiksen að ákvörðunin hafi verið tekin til þess að auka erlent fjármagnsfæði til landsins.

Hann segir að hægt sé að efast um hvort að hún skili tilætluðum árangri og líklegast sé að hún hafi ekki mikið að segja.

Frederiksen bendir jafnframt á að seðlabankinn lækkaði stýrivexti úr 15,5% niður í 12% fyrir tveimur vikum og telur að skyndilegur viðsnúningur nú verði ekki til þess að auka tiltrú á stjórnvöldum.