„Þrátt fyrir að engin sýnileg merki séu um að bólumyndun eigi sér stað er ekki þar með sagt að sú hætta sé ekki til staðar,“ segir í greiningu greiningardeildar Arion banka á íslenskum fasteignamarkaði. Greiningadeildin telur meðal annars hætt við „útlánadrifinni bólumyndun,“ sem lágir vextir geta valdaið. Þannig segir greiningardeildin að í lokuðu hagkerfi, þar sem fáir fjárfestingarkostir eru í boði og áhættufælni er töluverð, leiti fjármagn gjarnan í ríkistryggðar eignir sem þrýsti niður vöxtum.

Á lánsfjármarkaði er raunar yfir litlu að kvarta og hefur framboð á fjármögnun til íbúðakaupa sjaldan eða aldrei verið fjölbreyttara hér á landi. Val stendur nú á milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána áföstum og breytilegum vöxtum og eru þau vaxtakjör sem nú eru í boði gjarnan svipuð eða jafnvel lægri en þau kjör sem boðið var upp á á árunum 2004-2005 þegar láns- og eignaverðsbóla fór síðast af stað hérlendis.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.