Hlutabréfaverð í heiminum hefur farið hækkandi í dag í kjölfar heitstrenginga kínverskra stjórnvalda um að blása í frekari efnahagslegri örvunaraðgerðir til að vega á móti áhrifum vírussins sem kenndur er við Wuhan borg.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað ítarlega um hefur vírusinn sem smitað hefur þúsundir og lagt hundruðir í valinn haft töluverð efnahagsleg áhrif bæði í upprunalandinu Kína sem og víðar um heim.

Eftir töluverðar lækkanir á heimsmörkuum hefur hlutabréfaverð byrjað að hækka á ný í dag, þó eru lítil viðskipti í Bandaríkjunum þar sem markaðir eru lokaðir í landinu vegna svokallaðs Forsetadags.

Þannig náði um tíma bæði samevrópska STOXX 600 vísitalan og þýska DAX vísitalan sögulegum hæðum í dag áður en gáfu eftir á ný. Þegar þetta er skrifað hefur hækkun STOXX numið 0,15%, en á einni viku hefur hækkunin numið 1,54%. DAX vísitalan hefur hækkað í dag um 0,15%, í 13.765,42 stig.

MSCI vísitalan fyrir hlutabréf á karabíska hluta Asíu, utan Japans, hækkaði um 2,25% eftir að kínverski seðlabankinn lækkaði stýrivexti og setti meira fjármagn í umferð. Til viðbótar ákvað fjármálaráðherra landsins að að lækka skatta og gjöld sem einnig virðist hafa glætt áhuga fjárfesta.

Nikkei vísitalan í Japan hefur hins vegar lækkað í dag um 0,69%, niður í 23.523,24 stig þegar þetta er skrifað, en áhyggjur hafa aukist þar í landi um að hagkerfið lendi í kreppu vegna áhrifa vírussins á framleiðslu og ferðamennsku. Einnig hefur Singapúr lækkað spár sínar um hagvöxt fyrir árið 2020, og væntingar eru um það sama fyrir Kína.

Hér má lesa frekari fréttir um áhrif vírussins sem oft er kenndur við upprunaborgina Wuhan í Kína: