Síðasta vaxtalækkun var byggð á röngum forsendum sagði Aðstoðarseðlabankastjóri á fundi bankans í morgun. Kom það að hluta til vegna þess að skekkja hefði verið í verðbólgumælingu Hagstofunnar.

Jafnframt sagði Seðlabankastjórinn að markaðurinn hefði farið tímabundið fram úr sér í kjölfar þeirrar ákvörðunar, að því er fram kemur í greiningu Íslandsbanka .

Fyrsta skref haftalosunar komið 16. nóvember

Að mati greiningardeildarinnar mun aðhaldsstig peningastefnunnar á næstunni ráðast af efnahagsþróuninni og hvernig til tekst við losun fjármagnshafta. Flökt krónunnar gæti aukist í kjölfar minnkandi stjórnar Seðlabankans í kjölfar losunar haftanna.

Við næstu ákvörðun peningastefnunefndarinnar 16. nóvember næstkomandi mun væntanlega búið að stíga fyrstu skref í losun hafta segir greining Íslandsbanka. Mun þá nefndin vera með í höndunum nýja verðbólgu- og hagvaxtarspá Seðlabankans.

Gengið gæti orðið að spábreytu

„Sagði Seðlabankastjóri að í ljósi væntanlegra skrefa í losun hafta gæti það orðið hluti af spá bankans í nóvember að hafa gengið sem spábreytu, en hingað til hefur bankinn verið með fast gengi sem forsendu í sínum spám,“ segir í greiningunni.

Þar kemur jafnframt fram að spá bankans um að stýrivextir yrðu óbreyttir hefði reynst rétt, sem og að rökin fyrir ákvörðuninni væru að verðbólgan hefði aukist töluvert frá síðustu vaxtaákvörðun ,að hagvöxtur væri mikill sem og að hagvaxtarhorfur væru heldur að batna.

Þetta að mati nefndarinnar, ásamt áhrifum af leiðréttingu hagstofunnar, vegur að mati nefndarinnar á móti áhrifum nýlegrar styrkingar krónunnar og að verðbólguvæntingarnar eru áfram við markmiðin þar um.