Þolandi vaxtastig er nauðsynlegt til þess að hagkerfi vinni sig út úr kreppu, að mati finnska vinnumarkaðssérfræðingsins Jaakkos Kiander. Hann skilur þó þá ákvörðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að hækka stýrivexti tímabundið hér á landi enda ríði nú mest á því að fá fjármagn inn í landið.

Kiander hélt fyrirlestur um finnsku bankakreppuna í Háskóla Íslands í gær.

Kiander segir bankakreppu Finna hafa haft svipaðan aðdraganda og sú kreppa sem nú ríður yfir Ísland. Finnar hafi dregið verulega úr regluverki á fjármagnsmarkaði upp úr 1980 og í kjölfar þess hafi erlent fjármagn flætt inn í landið og myndað eignabólu.

Síðari hluti níunda áratugarins hafi því einkennst af miklum hagvexti, háu atvinnustigi og lágri skuldastöðu hins opinbera en um leið af verðbólgu, vaxandi viðskiptahalla, eignabólu og verðlagi sem var 40% hærra en meðaltalið innan OECD.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  fyrirlestur Jaakko Kiander í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .