„Í ljósi mikillar óvissu væri ekki óskynsamlegt að halda vöxtum óbreyttum, efnahagslífið er farið að sýna skýr merki um samdrátt,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Seðlabankinn mun tilkynna og rökstyðja stýrivaxtaákvörðun sína í fyrramálið.

Erlendir sérfræðingar hafa bent á að vaxtahækkun geri lítið gagn, þar eð helstu verðbólguvaldar í dag eru ytri stærðir á borð við hækkandi hrávöruverð á heimsmörkuðum. Aðspurður um hvort vænta megi vaxtalækkunar segir Gunnar að slíkt mætti túlka sem stefnubreytingu af hálfu bankans.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .