Erlendir eigendur að skuldabréfaflokkunum RIKB 31 og RIKB 25, sem eru óverðtryggð ríkisskuldabréf í lengri endanum, hafa frá því lok mars til loka júlímánaðar aukið stöðu sína í flokkunum um 68%, úr 11,5 milljörðum í 19,3 milljarða. Þar af juku þeir stöðu sína um 20% í síðasta mánuði, úr 16,1 milljarði í 19,3 milljarða. Þetta kemur fram í Lánamálum ríkisins.

Eftir að Seðlabankinn hækkaði vexti hafa ríkisskuldabréfaflokkarnir hækkað gríðarlega. Í lok mars áttu erlendir aðilar 9,1 milljarð af 88,4 milljörðum, eða 10,2% hlut í RIKB 25, í lok júlí áttu þeir 12 milljarða af 89,4 milljörðum, eða 13,4%. Virði erlenda hlutans jókst því um 32% á tímabilinu. Þar af jókst hluti erlendra aðila um 12% í júlímánuði, úr 10,7 milljörðum af 89 milljörðum, eða 12% í 12 milljarða af 89,4, eða 13,4%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .