Fjárfestar eru farnir að taka lán í evrum í auknum mæli, og fjárfesta fyrir þær í eignum í annarri mynt. Viðskiptin eru merki um að svokölluð vaxtamunarviðskipti njóti nú vaxandi vinsælda að nýju, að því er FInancial Times greinir frá í dag. Fjárfestar búast síður við að gripið verði til efnahagsaðgerða í Bandaríkjunum í þriðja sinn, með því að draga úr efnahagslegu aðhaldi. Þá búast þeir við að Seðlabanki Evrópi lækki stýrivexti. Evran er því vinsælasta mynt vaxtamunarfjárfesta.

Fjárfestarnir hagnast á veikingu evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Í grein Financial Times er bent á að vaxtamunarviðskiptin geta ein ýtt undir fall gjaldmiðlsins og fjárfestar segja viðskiptin eina ástæðu þess að evran hefur lækkað einna mest gjaldmiðla á árinu. Á sama tíma hafa gjaldmiðlar sem jafnan styrkjast þegar áhættusækni eykst styrkst á fyrstu dögum ársins, líkt og pesó og Ástralíudollar.

Evran hefur ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadollar í sextán mánuði. Fjöldi fjárfesta með stöðu gegn evrunni hafa á sama tíma aldrei verið fleiri. Stöðutökurnar eru alls 139 þúsund talsins, að því er Financial Times greinir frá.