Dr. Ásgeir Jónsson, prófessor í hagfræði, telur líklegt að vaxtamunarviðskipti muni færast í aukana á næstunni. „Þú sérð það þegar þú lítur á ríkis­skuldabréfaflokkana. Þeir hækk­uðu gríðarlega eftir að Seðlabank­inn hækkaði vexti,“ segir Ásgeir. „Ég held að það sé að einhverju leyti út af því að menn eru að búast við því að vaxtamunarviðskiptin séu að fara að byrja aftur og það sé að fara að skapast gríðarleg eftir­spurn frá útlendingum sem vilji taka stöður í nafnvaxtabréfum,“ segir hann jafnframt.

„Þá mun ávöxtunarkrafan lækka, og það held ég að sé meginástæðan fyrir því að krafan hafi lækkað að undanförnu, þrátt fyrir að Seðla­bankinn hafi verið mjög áfram um að hækka vexti. Í því birtast vænt­ingar um það að útlendingar séu að fara að koma inn og kaupa þessa flokka. Það er gríðarlega mikill munur á milli Íslands og nágranna­landa hvað vexti snertir,“ segir Ásgeir.

Fari í gang eftir sumarið

Undir þetta tekur Daði Kristjáns­son, framkvæmdastjóri HF verð­bréfa. „Ég held að eftir sumarið munum við sjá frekara innstreymi inn á markaðinn, nema eitthvað verði gert til að draga úr því."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .