Frakkland og Þýskland eru hryggjarstykkið á evrusvæðinu í efnhags- og pólitískum skilningi. Hins vegar hafa áhyggjur fjárfesta af stöðu franskra banka og áhættu þeirra gagnvart ríkjum í Suður-Evrópu orðið til þess að vaxtamunurinn á milli Þýskalands og Frakklands hefur aukist verulega.

Frá Kauphöllinni í Frankfurt, Þýskalandi.
Frá Kauphöllinni í Frankfurt, Þýskalandi.
© AFP (AFP)
Þannig kemur fram í frétt Börsen að vextir af 10 ára ríkisskuldabréfum í Frakklandi hafi hækkað um 15 punkta og eru nú komnir 3,1% á meðan sambærilegir vextir í Þýskalandi er mun lægri eða 2,17%.

Sambærilegir vextir á spænska ríkið standa nú í tæpum 5,3%.