Stærsti liður í 27,2 milljarða hagnaði Landsbanka Íslands á síðasta ári er vaxtamunur. Vaxtamunur af heildareignum er 2,3% og nam hangaðurinn um 24,7 milljörðum. Í tilkynningu segir að munurinn skýrist af því að ávöxtunarkrafa bankans á stóran hluta útlána sem keypt eru af Gamla Landsbankanum er föst, óháð því hvernig innlánsvextir þróast.

Landsbanki afkoma
Landsbanki afkoma
© None (None)

Gengishagnaður bankans nam 14,6 milljörðum. Hann varð að mestu til vegna innbyrðist gengishreyfinga erlendra mynta, segir í tilkynningunni. Hagnaður af hlutabréfastöðu bankans nam 7,3 milljörðum á árinu 2010.

Skattar námu 8,2 milljörðum og rekstrarkostnaður bankans nam um 18,5 milljörðum króna.