Á málþingi um fjárfestingar, sem Landsbankinn og Alliance Bernstein stóðu fyrir í síðustu viku, ræddi John O´Brien, yfirmaður í stýringu vaxtarbréfasafna Alliance Bernstein, um ávöxtun af kaupum á virðisbréfum (e. value stock) og vaxtarbréfum (e. growth stock), og þær breytingar sem orðið hafa á kaupmynstri fjárfesta.

Hlutabréf má flokka í vaxtarbréf og virðisbréf, en vaxtarbréf eru hlutabréf í fyrirtækjum sem menn telja að muni skila meiri hagnaði í framtíðinni en þau gera nú. Meiri væntingar eru gerðar til ávöxtunar vaxtarbréfa, en að sama skapi felst meiri áhætta í kaupum á þeim.

Yfir langan tíma hefur fengist betri ávöxtun með kaupum á virðisbréfum en vaxtarbréfum, en á árunum 1979-2006 hækkaði vísitala vaxtarbréfa um 11,9% í Bandaríkjunum á meðan vísitala virðisbréfa hækkaði um 14,6%. Þetta verður til þess að fjárfestar velta fyrir sér hvort ráðlegt sé að fjárfesta í vaxtarbréfum yfir höfuð, en O´Brien telur tækifæri liggja í kaupum á þeim nú.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .