Vaxtastigið er stærsti ytri áhættuþátturinn í rekstri íslenskra fyrirtækja í dag. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem var framkvæmd af Deloitte í mars síðastliðnum og náði til 1.366 fjármálastjóra fyrirtækja í 15 Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi.

Könnunin var send til fjármálastjóra 300 stærstu fyrirtækja landsins. Meðaltal niðurstaðna í Evrópu er vegið eftir landsframleiðslu hvers lands.

71% fjármálastjóra íslenskra fyrirtækja sem tóku þátt í könnun Deloitte sagði vaxtastigið helsta ytri áhættuþáttinn, en 70% nefndu verðbólguna. Gengisþróun krónunnar mældist þriðji stærsti áhættuþátturinn, en 61% svarenda nefndi gengi krónunnar sem stærsta ytri áhættuþátt í rekstri síns félags.

Fjallað er nánar um könnun Deloitte í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast veffréttaútgáfu kl. 19.30 í kvöld með því að smella á Blöðin efst á forsíðu vb.is