Á haustin verður gjarnan vakning í heilsurækt og streyma gestir í líkamsræktarstöðvar vítt og breitt um landið. Viðskiptablaðið gerði óformlega verðkönnun á nokkrum af vinsælustu líkamsræktarstöðvunum á höfuðborgarsvæðinu. Ef litið er á verð árskorta í Reykjavík þá er líkamsræktarstöðin Reebok fitness sú ódýrasta. Töluverður verðmunur er á árskortunum en af þeim stöðum sem Viðskiptablaðið skoðaði munaði mestu á árskorti hjá Reebok annars vegar og World Class hins vegar eða um 88 prósentum.

Reebok er ódýrasta líkamsræktarstöðin

Á meðfylgjandi töflu má sjá mánaðargjöld annars vegar og verð á árskortum hins vegar hjá nokkrum vinsælum líkamsræktarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Hvaða mánaðargreiðsluna varðar er rétt að taka fram að mismunandi skilmálar fylgja slíkum, t.d. hvað varðar binditíma.

Óformleg verðkönnun á helstu líkamsræktarstöðvum
Óformleg verðkönnun á helstu líkamsræktarstöðvum

Ódýrustu grunnnámskeiðin hjá Mjölni

Á undanförnum árum hafa sífellt fleiri sótt í aðra líkamsrækt en hinar hefðbundnu stöðvar bjóða upp. Viðskiptablaðið kannaði einnig verðskrár hjá nokkrum slíkum. Í eftirfarandi töflu má sjá verð á árskortum annars vegar en tímaverð á grunnnámskeiðum hins vegar. Grunnnámskeiðin eru mislöng hjá stöðvunum og því má hér sjá meðalverð fyrir hvern tíma á grunnnámskeiði.

Óformleg verðkönnun, óhefðbundnar stöðvar
Óformleg verðkönnun, óhefðbundnar stöðvar

Fyrirvari: Aðeins er hér um óformlega verðkönnun að ræða og ekki eru allar líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu í úrtakinu heldur aðeins þær stærstu. Farið var eftir uppgefnum verðum á heimasíðum líkamsræktarstöðvanna.