Eins og áður hefur komið fram hér á vef Viðskiptablaðsins var góð mæting á kosningavöku bandaríska sendiráðsins sem fór fram á Hilton Nordica í gærkvöldi í tilefni forsetakosninganna í Bandaríkjunum.

VB Sjónvarp ræddi við fjölmarga einstaklinga og bað þá um að spá fyrir um úrslitin þó fyrstu tölur væru ekki enn komnar. Búið er að birta svör stjórnmálamannanna en það er ekki síður áhugavert að heyra hvernig fjölmiðlamennirnir spáðu fyrir um úrslitin.

Rætt var við þær Kolbrúnu Bergþórsdóttur, Unu Sighvatsdóttur og Pétur Blöndal frá Morgunblaðinu, og Þóru Arnórsdóttur, Svavar Halldórsson og Björn Malmquist frá RÚV.