Íslandsbanki gaf í morgun út skýrslu um íslenska orkumarkaðinn þar sem farið er ítarlega yfir þá virkjunarkosti sem í boði eru, stöðu einstakra virkjana, hvernig notkun er á þeirri orku sem þegar hefur verið virkjuð, aðstæður á fjármálamörkuðum m.t.t. virkjanaframkvæmda o.s.frv.

Skýrslan var kynnt á vel sóttum fundi í Nauthól í morgun. Þar kynti Hjörtur Þór Steindórsson, viðskiptastjóri orkumála hjá Íslandbanka, innihald skýrslunnar. Auk þess flutti Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu verkfræðistofu, erindi um tækifærin á íslenska orkumarkaðnum.

VB Sjónvarp ræddi við Hjört Þór eftir fundinn.