Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að áður en bankinn samþykkir nauðasamninga föllnu bankanna verði þeir að fullvissa Seðlabankann um að samningarnir stefni ekki fjármálastöðugleika í hættu og raski ekki gjaldeyrisjöfnuði. Slitastjórn Glitnis vísaði í orð Más þegar hún greindi frá því að ekki næðist að klára nauðasamninga fyrir áramót, eins og stefnt hafði verið að.

Nánar er fjallað um nauðasamningaferlið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.