Samtök atvinnulífsins gáfu í gær út ítarlega skýrslu um samkeppnislögin, framkvæmd þeirra og viðhorf atvinnulífsins gagnvart þeim. Skýrslan var kynnt á fjölmennum fundi á Hilton Nordica í gærmorgun og um hana er fjallað í Viðskiptablaðinu í dag.

VB Sjónvarp var á staðnum og ræddi við þá Pétur Reimarsson, forstöðumann hjá SA, og Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins um innihald skýrslunnar.