Það var góð stemning á kosningavöku bandaríska sendiráðsins sem fór fram á Hilton Nordica í gærkvöldi í tilefni forsetakosninganna í Bandaríkjunum.

VB Sjónvarp var að sjálfsögðu á svæðinu og við báðum fjölmarga einstaklinga um að spá fyrir um úrslitin þó fyrstu tölur væru ekki enn komnar.

Í þessari fyrstu sjónvarpsfrétt af þremur er rætt við stjórnmálamenn, sem allir spáðu Barack Obama sigri. Þetta voru þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, Kristján Guy Burgess, aðst.maður utanríkisráðherra, Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi og Teitur Björn Einarsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.