VBS fjárfestingarbanki færði stórar eignir til valdra kröfuhafa bankans á liðnu ári, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Bankinn var kominn með neikvætt eigið fé í desember 2008 en var haldið lifandi með því að íslenska ríkið ákvað að „lána“ honum 26,4 milljarða króna til að halda kröfu sinni á bankann lifandi.

Þessa kröfu tekjufærði bankinn síðan að hluta og nýtti til að lifa fram í mars síðastliðinn.

VBS er nú í slitameðferð og starfsemi hans verður að öllum líkindum lögð niður, enda ekkert fé eftir í sjóðum bankans. Slitastjórn hans vinnur að því að taka lán til að geta greitt starfsmönnum bankans laun fyrir marsmánuð.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .