Verðbólga í Bretlandi lækkaði úr 2,5% í ágúst í 2,4% í september, segir greiningardeild Landsbankans.

?Meginskýringin er lækkun olíu og vó sú lækkun meira en hækkun á ýmsum vörum og þjónustu, svo sem rafmagnstækjum, matvælum, fötum og menntun," segir greiningardeildin.

Hún segir að þrátt fyrir að verðbólga fari lækkandi, séu líkur á að stýrivextir hækki úr 4,75% í 5% á vaxtaákvörðunardegi Englandsbanka í nóvember.

?Þetta hafi orðið til þess að hækka gengi pundsins og ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa," segir greiningardeildin.