Viðskiptaráð Íslands hefur ráðið Védísi Hervör Árnadóttur sem sérfræðing í samskipta- og útgáfumálum, en hún mun jafnframt taka þátt í málefnastarfi ráðsins og annarri daglegri starfsemi.

„Védís hefur fjölbreytta reynslu af rekstri og stefnumótun í frumkvöðlageiranum. Hún er einn stofnenda KÍTÓN, félags kvenna í tónlist á Íslandi, og kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Freyja Filmwork,“ segir í fréttatilkynningu frá ráðinu.

„Þar áður starfaði Védís sem markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Raddlist og Vinun.“ Védís er með BA gráðu í mannfræði frá HÍ og meistaragráðu í rekstri og stjórnun (MBA) frá HR.