Vogunarsjóðir veðja mun síður á verðfall hlutabréfa sé tekið tillit til þess að dregist hefur verulega úr skortsölu á þeirra vegum. Samkvæmt greiningu Markit fyrir Financial Times hefur hlutfall verðbréfa sem hafa verið tekin af láni af skortsölum – þ.e. þeir sem reyna að hagnast á verðfalli hlutabréfa – ekki verið lægra síðan fyrir fall Lehman-bræðra.

Þetta gengur í berhögg við áhyggjur margra um að ör hækkun hlutabréfaverðs síðustu misseri beri vott um bólumyndun á hlutabréfamarkaði. Hlutfall skortsölu á S&P 500 vísitölunni hefur legið í kringum tvö prósentustig af heildarhlutum vísitölunnar sem er nálægt lægsta hlutfalli sem greiningarfyrirtækið Markit hefur mælt síðan það hóf að safna gögnum árið 2006. Hlutfallið er svipað hjá evrópsku Stoxx 600 vísitölunni en það nær tæplega einu prósentustigi hjá bresku FTSE All-Share vísitölunni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.