Vinsældir íslenskrar knattspyrnu í veðmálaheiminum hafa aukist gríðarlega undanfarin ár. Valmöguleikar hjá erlendum veðbönkum hafa aldrei verið fleiri, en hægt er að veðja á allar deildir beggja kynja og jafnvel niður í 2. flokk einnig.

Þó svo að veðbankarnir horfi fyrst og fremst á erlenda markaði hafa Íslendingar notið góðs af þjónustu þeirra. Fjölmargir Íslendingar stofna sér aðgang á erlendum veðbönkum og leggja háar fjárhæðir á íslenska knattspyrnu.

Viðskiptablaðið veit af a.m.k. tveimur veðmálahópum á samfélagsmiðlum þar sem hundruðir notenda greiða fyrir aðgang. Öðrum þeirra er stýrt af leikmanni í Pepsi-deildinni. Stjórnendur hópanna segja meðlimum hvaða leiki þeir eigi að veðja á og hversu miklu. Erlendir veðbankar eiga oft í vandræðum með að setja rétta stuðla á leikina og forsvarsmenn hópanna eru duglegir að sækja sér innherjaupplýsingar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Þar verður m.a. rætt við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Nýskráningar í kauphöllina.
  • Hvar á iðnaður að vera í Reykjavík framtíðarinnar?
  • Nýtt þéttbýli gæti risið undir Eyjafjöllum.
  • Ítarlegt viðtal við Sigurð Atla Jónsson, forstjóra MP Straums.
  • Nýtt snjallsímaforrit mun gerbylta heimi göngufólks.
  • Rætt er við stofnendur hönnunar- og framleiðslufyrirtækisins As We Grow.
  • Varpað er upp svipmynd af Davíð Ólafi Ingimarssyni hjá GreenQloud.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Uber og Katrínu Jakobsdóttur.
  • Óðinn skrifar um Grikkland.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt fleira